Jesús sagði:
"Leyfið börnunum að koma til mín
og bannið þeim það ekki, því að slíkra er Guðs ríkið."
Mark. 10:14
Sumarbúðirnar Ástjörn
Kelduhverfi, N-Þingeyjarsýslu.
Sjá veggspjald (PDF)
Ástjörn er á fallegum stað í þjóðgarðinum, nálægt Ásbyrgi.
Sumarbúðirnar voru stofnaðar árið 1946
af Arthur Gook, kristniboða (1883-1959)
og Sæmundi G. Jóhannessyni (1899-1990).
Þar dvelja drengir og stúlkur á aldrinum 6-12 ára
og 13-15 ára unglingar.
Að jafnaði eru milli 30 og 60 börn í sumarbúðunum í einu.
Hér er ágrip af sögu sumarbúðanna í hálfa öld (1946-1996).
Árni Stefán Hilmarsson hefur gegnt starfi forstöðumanns síðan árið 2000.
Hann tók við af Boga Péturssyni, sem var forstöðumaður í áratugi.
Sumarbúðirnar Ástjörn hafa frá upphafi verið reknar af Sjónarhæðarsöfnuði, sem er frjálst, kristilegt starf.
Við Ástjörn er kristilegur boðskapur kynntur, t.d. í sögum og söng.
Við leggjum áherslu á sjálfsákvörðunarrétt hvers einstaklings til að trúa hverju því sem hann vill.
Skrifstofa á Akureyri: Sími 462 3980 Pósthólf 418 602 Akureyri
Netfang: astjorn@gmail.com
Forstöðumaður: Árni Hilmarsson Sími 860 2262
Heimilisfang: Sumarbúðirnar Ástjörn, Kelduhverfi, 671 Kópasker
Kt. 580269-0609 Landsbanki Íslands 0162-26-18363
| Aðalsíða | Hvað og hvar er Ástjörn? | Panta dvöl eða fá upplýsingar | Myndir og möguleikar
Fyrir þá, sem þegar hafa pantað dvöl | Gott efni fyrir "gamla" Ástirninga