Söngvamappan
Fleiri söngvum verður bætt við seinna.
Og hér geturðu hlustað á Boga spila á mandólín.
Söngvarnir eru í stafrófsröð, nema sá fyrsti,
sem er söngur Ástjarnar.
Textann við hann gerði Pétur Jónsson (faðir Boga Péturssonar)
og lagið gerði Jón Hilmar Magnússon (faðir Árna og Magnúsar).
Hér eru nóturnar.
Ástjarnarsöngurinn
Við Ástjörn er yndi og unað að fá,
umhverfið laðar með fjöllin sín blá.
Og fuglarnir glaðir þar kvaka á kvist,
þeir kveða´ um Guðs handleiðslu síðast og fyrst.
Við Ástjörn er fegurð og friður og ró,
við förum á göngu´ um hinn laufprúða skóg.
Og hjartað af fögnuði fyllist við það
að finna Guðs nálægð á sérhverjum stað.
Ástjörn, ó, Ástjörn, við unum hjá þér,
og aldrei þín minning úr hug okkar fer.
Er vetrarins hörkur og vindar oss þjá
vorblíðu njótum í anda þér hjá.
Aðeins Jesús verðugur þess er
að fá alla lofgjörð og dýrð.
Aðeins Jesús verðugur þess er,
því hann er lifandi Guð.
Já ég lofa Hann, ég lofa Hann,
og blessa Hans heilaga nafn.
Já, ég lofa Hann, ég lofa Hann,
því hann er lifandi Guð.
Að vera ungur víst er sælt,
að vera Krists þó meira er.
En ungur vera' og eiga Krist,
er allra stærst í veröld hér.
1. Áfram, Kristsmenn, krossmenn,
kóngsmenn erum vér.
Fram í stríðið stefnið,
sterki æskuher.
Kristur er hinn krýndi
kóngur vor á leið.
Sjáið fagra fánann
frelsis blakta á meið.
Kór: Áfram, Kristsmenn, krossmenn,
kóngsmenn erum vér.
Fram í stríðið stefnið,
sterki æskuher.
2. Gjörvöll Kristí kirkja
kveður oss með sér,
fjendur ótal eru,
ei þó hræðast ber.
Konungsstólar steypast,
stendur kirkjan föst,
bifast ei á bjargi
byggð, þótt dynji röst.
3. Komið, allar álfur,
allra þjóða menn.
Veitið oss að vígi,
vinna munum senn.
Allar englatungur
undir taki í söng:
Dýrð og lof sé Drottni,
dýrð í sæld og þröng.
Borðsöngur Ástjarnar
Texti: Sæmundur G. Jóhannesson.
Á meðan svangur margur er
við megum setjast niður hér,
fá góðan mat sem gjöf frá þér.
Ó, Guð, við þakkir færum þér.
1. Biblíuna elska ég
af því hún er guðdómleg.
Hún mér segir, hvað ég er,
helgan fjársjóð veitir mér.
2. Hún mér gefur heilnæm ráð,
hún mér sýnir Drottins náð,
sorgleg afdrif syndarans,
sem að smáir kærleik hans.
3. Hún á réttan vísar veg,
villtur þegar ráfa ég.
Hún er ljós og hjálp í neyð,
huggun bæði í lífi og deyð.
4. Biblían er bókin mín,
blessun hennar aldrei dvín,
hana alla elska ég,
af því hún er guðdómleg.
1. Blessuð kæra bókin mín,
blöðin slitnu, gömlu þín,
minna títt á sæla löngu liðna tíð.
Mig í anda oft ég sé,
ungan svein við móður kné.
Mér þá kenndi móðir Orðið, mild og blíð.
Kór: :,: Orðin þín :,:
móðurgjöfin, blessuð gamla bókin mín!
Einatt hafa böl mitt bætt
blöð þín slitin, tárum vætt.
Þú, mitt kæra leiðarljós á lífsins braut.
2. Las hún þar um mikla menn,
menn, sem hæstir gnæfa enn:
Drenginn Jósef, Drottins mesta dyggða ljós,
Drottins vininn Daníel,
Davíð kóng, sem barðist vel,
hetjur Guðs, sem allra tíma unnu hrós.
3. Las hún þar um Lausnarans
líf og verk og elsku hans,
er hann lagði blessun yfir börnin smá.
Um hans kvalir, kross og sár,
kyssti mig og þerrði tár.
Vegna þín hann varð að deyja, sagði´ hún þá.
4. Um þá löngu liðnu tíð
lifir minning sæl og blíð,
leitt mig hefur blessuð gamla bókin mín.
Hjartkærast enn það er allt
sem hún mamma kenndi mér.
Móður minnar Guð: Ég elska orðin þín.
Bæn sendu beðna að morgni,
bið þú til Guðs hvern dag.
Blítt skaltu biðja að kveldi,
bljúgur við sólarlag.
Guð veitir gjafir í dögun,
Guð heyrir bæn um nón.
Hann, sem er herra og faðir,
hlustar á hverja bón.
Dagur hver með Jesú
er dýrmætari´ en sá sem rann,
dagur hver með Jesú,
minn bezti vin er hann.
Verndað mig frá voða,
það vill og einnig getur hann.
Dagur hver með Jesú
er dýrmætari´ en sá sem rann.
:,: Daginn í dag :,:
:,: gerði Drottinn Guð. :,:
:,: Gleðjast ég vil :,:
.;. og fagna þennan dag. :,:
Daginn í dag gerði Drottinn Guð,
gleðjast ég vil og fagna þennan dag.
:,: Daginn í dag :,:
gerði Drottinn Guð.
:,: Djúp og breið. :,:
Það er á, sem rennur djúp og breið.
:,: Djúp og breið. :,:
Það er á, sem rennur djúp og breið.
Hún rennur til þín, hún rennur til mín,
hún heitir Lífsins fljót, hallelúja, hún er
:,: djúp og breið. :,:
Það er á, sem rennur djúp og breið.
23. sálmur (í Biblíunni)
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum,
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um réttan veg,
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því þú ert hjá mér.
Sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Drottinn, gerðu hljótt í hjarta mínu,
helga mig og gef mér friðinn þinn.
Sendu mig að vinna að verki þínu,
veita hjálp og þerra tár af kinn.
Drottinn, gerðu hljótt í huga mínum,
hugsun mín og vilji sé í þér.
Gef ég æ af sönnum sigri þínum
segi þeim, er líða og óttast hér.
Gjörðu líf mitt hljótt í þessum heimi,
hjálpa mér að lifa einum þér.
Auðmýkt veit mér, gef að líf mitt geymi
glætu, þegar dimmt hjá mönnum er.
Drottinn, ger mig hljóðan. Minnstur maður
mun ég ávallt vera í þinni hjörð.
Bara ef sleppi ég öllu get ég glaður
gjafa þinna notið hér á jörð.
MP3
Døgg av himli falla lat á mína tystu sál,
døgg av himli falla lat á meg.
Halgi Andi, kom og fyll av nýggjum hjarta mítt,
døgg av himli falla lat á meg.
Eins og lofsöngslag
líf mitt sé hvern dag
er ég bendi öðrum á þinn helga kross.
Láttu lífið mitt
lofa nafnið þitt
svo að fleiri megi finna lífsins hnoss.
Með Guði geng ég sæll,
ég get ei kallast þræll
því hann hefur frelsað mig,
nú frjáls ég er.
Eins og lofsöngslag
líf mitt sé hvern dag
er ég bendi öðrum á þinn helga kross.
Hallelú, hallelúja (6x).
1. Enginn þarf að óttast síður
en Guðs barna skarinn fríður,
fugl í laufi innsta eigi,
ekki stjarna á himinvegi.
2. Sjálfur Guð á Zíonsfjöllum
sól og skjöldur reynist öllum
barnaskara í böli og hörmum,
ber hann þau á föðurörmum.
3. Engin neyð og engin gifta
úr hans faðmi má oss svipta;
vinur er hann vina beztur,
veit um allt, er hjartað brestur.
4. Hann vor telur höfuðhárin,
heitu þerrar sorgartárin;
hann oss verndar, fatar, fæðir
frið og líf í sálum glæðir.
5. Syng því dátt með sigurhljómi,
Zíons hjörð, og einum rómi.
Hræðast þarftu ei, fjendur falla
fyrir Drottins orði snjalla.
6. Svo er endar ógn og stríðin,
upp mun renna sigurtíðin,
oss þá kallar heim til hallar
himna Guð, er lúður gjallar.
Er Frelsarann sá ég við vatnið,
hann sagði við mig:
Ég veit þú ert þreyttur
og þráir minn frið.
Í leynd er þú grætur
vil ég gefa þér ró.
Ég vil að þú munir,
hvers vegna ég dó.
1. Ég heyrði aðeins orðróm,
sem engu skipti mig,
um soninn Guðs hinn góða,
er gaf í dauðann sig.
Mér fannst það ætti ekki
neitt erindi til mín,
:,: því gæfan brosti´ og benti mér
á breiðan veg til sín. :,:
2. Þá heyrði´ ég Krist mig kalla
að koma til sín fljótt
á meðan dýr sé dagur,
því dimm brátt skelli´ á nótt.
Mér fannst það alveg óþarft,
því enn var snemma dags
:,: og alveg víst, að óralangt
var enn til sólarlags. :,:
3. En hirðisröddin hlýja
í hjarta smaug samt inn,
og gegnum allan glauminn
hún gagntók huga minn.
Þá lukust upp mín augu
og ofurskýrt ég sá:
:,: Ég gengið hafði villuveg,
nú vissi´ ég hvert hann lá. :,:
4. Þá Krist ég heyrði kalla:
"Ó, komið þér til mín,
sem þunga byrði berið
og böl og sára pín."
Ég vissi´ ég varð að koma,
það var mitt eina ráð.
:,: Ég allslaus kom af innri þörf,
og allt ég fékk af náð. :,:
Ég heyri hljóminn af herskara Guðs (2x)
Lofgjörðaróm, baráttuhljóm.
Hersveitir Guðs (3x)
stíga fram.
Ég vil dvelja í skugga vængja þinna.
Ég vil þiggja þann frið, er færir þú.
Nóttin kemur, en ég mun ekki hræðast,
er ég dvel í skugga vængja þinna.
:,: Í skugga, í skugga,
í skugga vængja þinna. :,:
Undir vængjum hans má ég hælis leita,
trúfesti hans er skjöldur minn.
Örvar fljúga en ég mun ekki hræðast,
er ég dvel í skugga vængja þinna.
:,: Í skugga, í skugga,
í skugga vængja þinna. :,:
Ég lifi, lifi! Líf ég eilíft á.
Það líf í Jesú er,
sem fögnuð færir mér.
Ég lifi, lifi! Líf ég eilíft á,
því líf mitt Jesús er.
Kór: Syng hallelúja, syng hallelúja!
Hjá Jesú dásöm dýrðin aldrei þver.
Syng hallelúja, syng hallelúja,
því lífið Jesús er.
Ég vil ganga inn um hlið hans
með þakkargjörð í sál,
inn í forgarða hans með lofsöng.
Því að þetta er sá dagur
sem Drottinn hefur gjört,
ég fagna því að hann mér gleði gaf.
:,:Hann mér gleði gaf:,:
Ég fagna því að hann mér gleði gaf.
1. Frelsara mínum vil ég fylgja í vöku og draum,
fagran gegnum blómsturdal, með altærum straum,
í hans fótspor feta vil ég bæði út og inn,
unz ég sigurlaun og dýrðarkrónu vinn.
Kór: Ég vil fylgja frelsaranum Jesú,
hæða til fús ég vil honum fylgja hér.
Ég vil fylgja frelsaranum Jesú,
hvert sem hann oss leiðir, honum fylgja ber.
2. Frelsara mínum vil ég fylgja straumi gegn,
fylgja honum gegnum storm og dynjandi regn.
Mæti þúsund hættur hér, mig enginn ótti slær,
ef minn frelsari og Drottinn mér er nær.
3. Lausnara mínum vil ég fylgja um fjöllin há,
faðma hann í anda ljúft og dvelja honum hjá.
Hann mig leiðir sama veg, er sjálfur gekk hann fyrr,
sæluhæða til, hvar ljóssins opnast dyr.
Frelsarinn góði, ljós mitt og líf,
lífsins í stormum vertu mín hlíf,
láttu þitt auglit lýsa' yfir mig,
láttu mig aldrei skiljast við þig.
Gjörðu mig fúsan, frelsari minn,
fúsari' að ganga krossferil þinn,
fúsari' að vinna verk fyrir þig.
Vinurinn eini, bænheyrðu mig.
Fús ég, Jesú, fylgi þér,
fyrst að kall þitt hljómar mér.
Ég vil glaður elska þig,
þú átt að leiða mig.
Kór: Fús ég fylgi þér, (3x)
já, hvert sem liggur leið.
Litlu auga' er leiðin myrk,
litla fætur vantar styrk.
Stundum þrýtur styrkur minn,
mig styrki kraftur þinn.
Síðar munu syndir hér
sitja' í vegi fyrir mér.
Hjarta mitt þó hugrótt er,
ó, Herra', ef fylgi' ég þér.
MP3 - WAV
Gleymum sjálfum oss um stund
og lyftum Jesú upp og lofum Hann. (2x)
Gleymum sjálfum oss um stund
og lyftum Jesú upp og lofum nafnið hans.
Ó, já, lofum Hann, Drottinn vorn og Guð.
Hann lét negla sjálfan sig
á krossinn fyrir mig. Ég elska Hann. (2x)
Hann lét negla sjálfan sig
á krossinn fyrir mig. Ég elska nafnið hans.
Ó, já elska Hann, Drottinn minn og Guð.
Guð gaf mér eyra, svo nú má ég heyra,
Guð gaf mér augu, svo nú má ég sjá. (2x)
Guð gaf mér hendur, svo gjört gæti meira,
Guð gaf mér fætur, sem nú stend ég á.
Guð gaf mér eyra, svo nú má ég heyra,
Guð gaf mér augu, svo nú má ég sjá.
Guð gaf mér höfuð, sem hugsar og dreymir,
hátt sem að lyftist að vísdómsins lind. (2x)
Guð gaf mér hjarta, já, hjarta, sem geymir
hreina og geislandi frelsarans mynd.
Guð gaf mér höfuð, sem hugsar og dreymir,
hátt sem að lyftist að vísdómsins lind.
Guðs er valdið, (2x)
ég veit, að Guðs er valdið.
Hann brýtur hlekki,
fanginn verður frjáls.
Guðs er valdið, (2x)
ég veit, að Guðs er valdið.
Hann brýtur hlekki,
fanginn verður frjáls.
Daufir heyra, blindir sjá
og lamir lækning fá. (2x)
Guðs er valdið, (2x)
ég veit, að Guðs er valdið.
Hann brýtur hlekki,
fanginn verður frjáls.
Hamba na tí kú lúlú ve tú. (4x)
Kú lúlú, kú lúlú, kú lúlu ve tú. (4x)
Gakktu með oss því leiðin er löng. (4x)
Því leiðin, því leiðin, því leiðin er löng. (4x)
Hátignin! Jesú ber hátignin.
Honum einum sé heiður, vegsemd og dýrð.
Hátign hans ljómar af veldi hans.
Hásæti hjá, hásæti frá lofgjörð er stýrð.
Hefjum hans heilaga nafn því hæst í hæðir.
Mærum hann, miklum hann, Krist, konunginn Jesúm.
Hátignin! Jesú ber hátignin!
Honum, sem dó, Guð honum bjó alkonungs dýrð.
Himneska sólskin, himneska sólskin,
hjarta mitt fyllir gleði hvert sinn.
Himneska sólskin, himneska sólskin.
Hallelúja, Jesús er minn.
Horfðu hiklaust á Jesúm,
lít himneska tign hans og glans.
Þá á fegurð heimsins strax fölva slær,
móts við fyllingu miskunnar hans.
Betur, betur til Jesú
þú beina skalt huga og sál.
Er þú sérð hans dýrð, mun þér finnast fátt
um hið fánýta veraldar prjál.
Hve dýrmæt er Guðs undranáð,
sem upp mig hóf úr synd.
Ég týndur var, mitt reikult ráð,
var ræfill, sál mín blind.
Amazing grace how sweet the sound
that saved a wretch like me.
I once was lost but now I´m found,
was blind but now I see.
1. Hver er í salnum? Hlusti nú drótt!
Hingað inn kemur frelsarinn skjótt,
opnar mér faðminn, hvíslar svo hljótt:
"Hér er ég, vinur minn."
Kór:
Svara, svara: "Vertu velkominn.
Vissulega ertu Drottinn minn.
Hjarta mitt fagnar, hér ertu nær,
herra minn Jesús kær."
2. Hendur hans lít ég, sármerkin sé,
sál mín í lotning fellur á kné,
fætur hans kyssi´ eg kvalda á tré.
"Kom nú," hann segir blítt.
3. Hingað svo kem ég, fund eftir fund,
finnst mér hér inni sælunnar stund.
Hvíslar hann að mér, út réttir mund:
"Ég er hér, vinur minn."
1. Hvernig læri ég að lifa svo Guði líki það? (2x)
Drottinn Jesús, hann kennir okkur það. (2x)
2. Hvernig læri ég að elska meir náungann en mig? (2x)
Drottinn Jesús, hann kennir okkur það. (2x)
3. Hvernig læri ég að trúa og breiða Orð Guðs út? (2x)
Drottinn Jesús, hann kennir okkur það. (2x)
4. Hvernig læri ég að þjóna og líkjast Jesú meir? (2x)
Drottinn Jesús, hann kennir okkur það. (2x)
I go to the rock of my salvation,
I go to the stone that the builders rejected,
I go to the mountain and the mountain stands by me.
When all around me is sinking sand
on Christ the solid rock I stand.
When I need a shelter, when I need a friend,
I go to the rock.
I´ve got peace like a river (3x)
in my soul.
I´ve got peace like a river (3x)
in my soul.
I´ve got love like a mountain (3x)
in my soul.
I´ve got love like a mountain (3x)
in my soul.
I´ve got joy like a fountain (3x)
in my soul.
I´ve got joy like a fountain (3x)
in my soul.
I´ve got peace love joy like a
river mountain fountain (3x)
in my soul.
I´ve got peace love joy like a
river mountain fountain (3x)
in my soul.
1. Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín. Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
2. Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
3. Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
Í Jesú nafni, í Jesú nafni,
alltaf er sigur nýr.
Í Jesú nafni, í Jesú nafni,
óvinaherinn flýr.
Hver fær túlkað kærleik hans,
kraft til frelsunar syndarans.
Í míns Jesú helga nafni,
alltaf er sigur nýr.
Í krafti Krists við vinnum sigurinn
við sundurbrjótum verk óvinarins.
Við munum sjá og hefja siguróp,
hann er Guð.
Því Guð vann okkur sigurverk,
hann leysti lýðinn sinn.
Orð hans felldi óvininn,
heimur mun undrast og sjá
að í krafti Krists...
Já, í heilögum anda
vil ég hitta þig Jesús,
eiga dásamlegt samfélag við þig.
Allar byrði og þreytu
vil ég leggja til hliðar
og í heilögum anda lofa þig.
:,: Jesús er bezti vinur barnanna. :,:
Alltaf er hann hjá mér,
aldrei fer hann frá mér.
Jesús er bezti vinur barnanna.
Jesús er bjargið sem byggja má á,
bjargið sem byggja má á.
Borgin sem óvinir sigrað ei fá,
óvinir sigrað ei fá.
Hann er frelsarinn (3x).
Frelsarinn þinn og minn.
Jesús, er ég nefni nafnið þitt,
nálgast þú og blessar lífið mitt.
Þú læknar sérhvert sár
og þerrar sorgartár.
Jesús, er ég nefni nafnið þitt.
1. Jesú, hvað get ég þér gefið?
Getur þú notað mig hér?
Reykelsi, gimsteinar, gulldjásn
gilda ei neitt fyrir þér.
Kór: Sjálfan mig gef ég þér glaður,
Guðs sonur, taktu við mér,
svo þú mig eigir um eilífð,
einum ég tilheyri þér.
2. Tak þú við tungu, sem þakklát
tigni og vegsami þig,
tak þú við fótum, sem feti
fúslega hlýðninnar stig.
3. Jesú, hvað get ég þér gefið?
Glaður ég fylgja vil þér,
þjóna þér, elska þig, una
öllu, sem velur þú mér.
Jesús, Jesús, Jesús.
Það er eitthvað við þetta nafn.
Frelsari, Drottinn, Jesús,
þér mun lúta þjóðanna safn.
Jesús, Jesús, Jesús.
Hrópa lýðir, lönd og storð.
Haf og himinn, þótt líði undir lok,
stendur stöðugt, þitt heilaga orð.
Jesús, kom inn, Jesús, kom inn,
kom inn í mitt hjarta, Jesús.
Kom inn í dag, minn bættu hag.
Kom inn í mitt hjarta, Jesús.
Kenn mér að koma að lindinni, Guð, (3x)
kenn mér, ó, Guð. (3x)
Kenn mér að drekka af lindinni, Guð, (3x)
kenn mér, ó, Guð. (3x)
Kenn mér að hvíla við lindina, Guð, (3x)
kenn mér, ó, Guð. (3x)
Koma ég vil að lind þinni, Guð.
Drekka ég vil af lind þinni, Guð.
Hvíla ég vil við lind þína, Guð.
Koma ég vil, drekka ég vil, hvíla ég vil.
1. Kom þú, ó, kom til Jesú!
Kom þú á Herrans fund!
Dvel þú með Drottni þínum
daglega hverja stund.
Hjá honum frið þú finnur,
flý þú til hans í þraut,
lát þú hans orð þér lýsa
lífsins um þyrnibraut.
Kór: Tak þú í hönd mér, Herra.
Hönd þín skal leiða mig.
Lyft minni sál til ljóssins,
leið mig þinn eigin stig.
2. Kom þú, ó, kom til Jesú!
Kom þú í bæn og trú!
Huggun og sálarsvölun
sannlega finnur þú.
Leggðu með ljúfu geði
líf þitt í Drottins hönd,
þá mun hann ljúft þig leiða
ljóssins að dýrðarströnd.
3. Kom þú, ó, kom til Jesú!
Kraftinn hans orð þér ljær.
Næring og sælu sanna
sál þín hjá honum fær.
Og ef þú honum hlýðir,
hvað sem þér mætir hér,
meiri og meiri blessun
mun hann þá gefa þér.
Kvöldbæn (kvöldsöngur Ástjarnar)
Svo að ég fái sofið rótt,
sofið og hvílzt í alla nótt,
ver þú nú, Drottinn, vörður minn,
verndi mig náð og kraftur þinn.
Vaknaður eftir væran blund,
vil ég um næstu morgunstund
vegsemd og lofgerð veita þér,
verndari minn, sem ert hjá mér.
Sæmundur G. Jóhannesson,
fyrrv. forstöðumaður við Ástjörn og á Sjónarhæð
1. Leitið hans ríkis og réttlætis nú,
ríkis Guðs föður á himnum.
Allt annað Guð oss þá gefur í trú.
Hallelú, hallelúja.
2. Þegar þér safnist hér saman á jörð,
sjálfur þá kem ég til yðar.
Bænir ég heyri frá heilagra hjörð.
Hallelú, hallelúja.
3. Ekki af brauðinu einu á storð
eingöngu lifað vér fáum.
Heyra vér þurfum Guðs heilaga orð.
Hallelú, hallelúja.
MP3
1. Má ég segja þér, hve sælt er líf með Jesú?
Hann er sonur Guðs, en kaus þó harmastig.
Þótt hann ætti himins dýrð og dásemd ríka,
vildi hann deyja hér á jörðu fyrir þig.
Kór: Sjáðu kærleik Guðs í Kristi Jesú,
sem er kominn til að frelsa oss,
og við krossinn hans er frið og skjól að finna,
frelsi, líf og sæluhnoss.
2. Ég má segja þér, að sælt er líf með Jesú,
og hann sendi mig að kalla þig til sín.
Hann vill leiða þig úr lífsins myrkradölum,
inn í landið, þar sem náðarsólin skín.
3. Enginn vinur hefir verið mér sem Jesús.
Allar vonir mínar bind ég því við hann.
Þegar sverfur að mér synd og dauðans ótti,
veit ég samt, að hann er trúr og heitt mér ann.
Mitt fley er svo lítið, en lögurinn stór.
Mitt líf er í frelsarans hönd.
:,: Og hann stýrir bátnum, þótt bylgjan sé há,
beint upp að himinsins strönd. :,:
Niður við krossinn ég kraup og fann
Krist, sem þar dó fyrir sekan mann.
Skuld mína' að borga hans blóð þar rann.
Blessað sé hans nafn!
Kór::,: Blessað sé hans nafn! :,:
Skuld mína' að borga hans blóð þar rann.
Blessað sé hans nafn!
Þar voru brot mín á burtu máð,
Boðaði Jesús mér sína náð,
Þar hef ég lífið og ljósið þáð.
Lofað sé hans nafn.
Streymir frá krossinum lífsins lind,
Lindin, sem hreinsar burt alla synd.
Ljómar þar frelsarans líknarmynd.
Lofað sé hans nafn.
MP3
1. Ó, vef mig vængjum þínum
til verndar, Jesú, hér,
og ljúfa hvíld mér ljáðu,
þótt lánið breyti sér.
Vert þú mér allt í öllu,
mín einka speki og ráð,
og lát um lífs míns daga
mig lifa af hreinni náð.
2. Tak burtu brot og syndir
með blóði, Jesú minn,
og hreint mér gefðu hjarta
og helgan vilja þinn.
Mig geym í gæzlu þinni.
Mín gæti náð þín blíð,
að frið og hvíld mér færi
hin fagra næturtíð.
1. Segðu mér söguna af Jesú,
sál mín er hungruð og þyrst,
seg mér þá fegurstu sögu,
sem hér á jörð hefir birzt.
Seg mér, hvað englarnir sögðu,
sveinar þar vöktu yfir hjörð,
þegar vor frelsari fæddist. -
"Friður á himni og jörð!"
Kór: Fræð mig um frelsarann manna,
fest mér í hjarta hvert orð,
talaðu um sigurinn sanna,
sælunnar boðskap á storð.
2. Seg mér þá aleinn í óbyggð
eldraun hann þoldi og stríð,
hversu hann sigraði Satans
svörtustu freistinga hríð.
Seg frá hans ástverka önnum
og þeirri sorg, er hann bar,
hversu hann hæddur og hrjáður
hrakinn og einmana var.
3. Seg mér frá kvöl hans á krossi,
kvíða og þjáning og neyð,
seg mér, hvað engillinn sagði,
sigrandi er reis hann frá deyð.
Segðu mér aftur og aftur
inndælu söguna þá,
sál mín af tilbeiðslu titrar,
tárin mér hníga af brá.
Sía hamba gúga né ní gvengos. (4x)
Sía hamba, sía hamba, úúú!
sía hamba gúga né ní gvengos. (2x)
Já, við göngum í ljósi Guðs. (4x)
Já við göngum, já við göngum, úúú!
já við göngum í ljósi Guðs. (2x)
We are marching in the light of God. (4x)
We are marching, we are marching, úúú!
we are marching in the light of God (2x)
Soon and very soon
we are going to see the King (3x).
Hallelujah, hallelujah.
We are going to see the King.
No more crying there,
we are going to see the King (3x).
Hallelujah, hallelujah.
We are going to see the King.
No more dying there,
we are going to see the King (3x).
Hallelujah, hallelujah.
We are going to see the King.
Should there be any rivers we must cross,
should there be any mountains we must climb.
God will supply all the strenght that we need,
give us grace till we reach the other side.
:,: Stattu' upp, stattu' upp,
og syngdu lofsöngslag
og lofa Drottinn, já, lofa Drottinn. :,:
Já, blessaður sért þú, ó, þú minn Guð,
svo hátt upphafinn,
hátt yfir mannlega tign.
Já, blessaður sért þú, já, þú minn Guð
:,: svo hátt upphafinn. :,:
Stjörnur og sól, blómstur og börn,
já, vindinn og vötn, allt gerði Guð.
Himinn og jörð hans eru verk.
Drottinn, við þér viljum þakka.
Kór:
Drottinn, við þökkum þér,
þig einan tignum við.
Herra, við lofum þitt heilaga nafn.
Jesús, Guðs son, lifði og lét
sitt líf fyrir menn, alla sem einn.
Lifandi í dag dvelur hann hér.
Drottinn, við þér viljum þakka.
Andi Guðs einn, helgur og hlýr,
nú huggar sem fyrr, vegsamar Guð.
Uppfræðir enn, dag eftir dag.
Drottinn, við þér viljum þakka.
Sælir eru þeir menn sem finna,
sem hjá þér finna styrkleik
og öll þeirra þrá,
er að ganga veg þinn.
Er þeir ganga gegnum táradalinn,
breytist hann í tærar lindir,
haustregnið hylur hann
blessun endalaust, blessun endalaust.
Á göngu fá þeir kraft, fá þeir kraft,
uns ganga þeir fram fyrir Guð á Zíon.
Haustregnið hylur hann
blessun endalaust, blessun endalaust.
1. Vinur, á þig Kristur kallar:
Kom þú skjótt og fylg þú mér.
Enn þá bíð ég, óðum líður
ævin þín, kom, flýttu þér!
Kór: :,: Yfirgefðu allt. :,:
Á þig Jesús enn þá kallar.
Yfirgefðu allt.
2. Áður hef ég yfirgefið
allt, til þess að bjarga þér,
unz á krossi kvalinn dó ég,
kom því skjótt og fylg þú mér!
3. Vinur, á þig Kristur kallar,
kom til fylgdar við hann nú,
lát hann ei til einskis bíða
eftir þér, en seg í trú:
Kór: :,: Yfirgef ég allt. :,:
Svo ég fái fylgt þér, Jesú,
yfirgef ég allt!
Það er fullkomnað,
Guð hefur sigrað.
Satan hefur tapað,
máttur dauðans brostinn er.
Jesús er Drottinn,
ó, hallelúja.
Konungur konunga
að eilífu hann er.
Hallelúja, hallelúja,
hallelúja, hallelúja,
hallelúja, hallelúja. (2x)
:,: Þegar stormur :,: stríður geisar allt um kring. (2x)
Ég veikur er, en víst mig ber
hans voldug hönd að dýrðarströnd.
:,: Þegar stormur :,: stríður geisar allt um kring.
Þú ert þýðingarmikill (3x)
því þú passar svo vel í faðm Guðs.
1. Mjó eins og þvengur,
þykk eins og fjall
eða mitt á milli. (2x)
Þú ert þýðingarmikill ...
2. Glaður sem lóa,
leiður sem naut
eða mitt á milli. (2x)
Þú ert þýðingarmikill ...
3. Fljót eins og síli,
sein eins og lús
eða mitt á milli. (2x)
Þú ert þýðingarmikill ...
Því svo elskaði Guð heiminn,
að hann gaf son sinn eingetinn,
til að hver, sem á hann trúir, hafi líf.
Því að ekki sendi hann soninn
til að dæma þennan heim,
heldur til að heimur frelsist fyrir hann.
Kór:
Já, hann er bezti vinur,
sem þú eignazt getur hér,
því hann gaf sitt líf á krossi fyrir þig. (2x)
Og sá sonur nefnist Jesús,
og hann býr og er með oss.
Hann miskunnar sig yfir alla menn.
Því hans kærleikur er mikill
og náðarverkin stór.
En til eru þeir menn, sem hæða hann.
Ef Jesús fær að ráða
vegi þínum hér á jörð,
þá mun hann rétt þig leiða, mundu það.
Já, hann er bezti vinur,
sem þú eignazt getur hér,
því hann gaf sitt líf á krossi fyrir þig.
Ef þú vilt fá Fréttabréf Ástjarnar sent í pósti, smelltu þá hér til að biðja um það. Það kemur út tvisvar á ári. Skrifaðu nafn þitt og heimilisfang og mundu að nefna "Fréttabréf Ástjarnar" í tölvupóstinum til okkar. Ef þú ert gamall Ástirningur máttu líka segja okkur eitthvað frá þér.
|
| Aðalsíða | Hvað og hvar er Ástjörn? | Panta dvöl eða fá upplýsingar | Hvað er hægt að gera við Ástjörn?
Fyrir þá, sem þegar hafa pantað dvöl | Gott efni fyrir "gamla" Ástirninga