Ástjarnarsöngurinn
Ef það gengur ekki að prenta þessa síðu út þá er
hér PDF skjal (þarfnast forritsins AcrobatReader).
AcrobatReader forritið frá Adobe er ókeypis og hægt er að ná í
það hér.
Við Ástjörn er yndi og unað að fá,
umhverfið laðar með fjöllin sín blá.
Og fuglarnir glaðir þar kvaka á kvist,
þeir kveða´ um Guðs handleiðslu síðast og fyrst.
Við Ástjörn er fegurð og friður og ró,
við förum á göngu´ um hinn laufprúða skóg.
Og hjartað af fögnuði fyllist við það
að finna Guðs nálægð á sérhverjum stað.
Ástjörn, ó, Ástjörn, við unum hjá þér,
og aldrei þín minning úr hug okkar fer.
Er vetrarins hörkur og vindar oss þjá
vorblíðu njótum í anda þér hjá.
Textann við Ástjarnarsönginn gerði Pétur Jónsson (faðir Boga Péturssonar)
og lagið gerði Jón Hilmar Magnússon (faðir Árna og Magnúsar).
| Aðalsíða | Hvað og hvar er Ástjörn? | Panta dvöl eða fá upplýsingar | Hvað er hægt að gera við Ástjörn?
Fyrir þá, sem þegar hafa pantað dvöl | Gott efni fyrir "gamla" Ástirninga