Er dýrt að fara í sumarbúðir?

Þar sem flokkarnir eru yfirleitt lengri en í öðrum sumarbúðum
gæti virst í fljótu bragði að sumarbúðadvöl við Ástjörn sé dýr,
t.d. dvölin fyrir 8 daga barnaflokkinn,
en það vill gleymast að taka með í reikninginn að þetta eru
heilir 8 sólarhringar (8 dagar / 8 nætur)

Verð fyrir hvern sólarhring við Ástjörn sumarið 2024
er rúmlega 10 þús. kr. á meðan algengt verð er
16.000-20.000 kr. á sólarhring (jafnvel fyrir utan rútugjaldið.).

Auk þess er þvottahús við Ástjörn með fulla þjónustu þar sem
föt barnanna eru þvegin og starfsfólk reynir eftir bestu getu að ganga
frá fötunum hreinum og samanbrotnum í töskur fyrir heimferð.
Rútugjald Akureyri-Ástjörn-Akureyri er alltaf innifalið hjá okkur.

Við leggjum okkur fram við að bjóða sumardvöl á eins góðu verði og
hægt er án þess að það komi niður á þjónustunni við börnin.

Sumarbúðirnar Ástjörn eru öðru fremur reknar af hugsjón.


| Aðalsíða | Hvað og hvar er Ástjörn? | Panta dvöl eða fá upplýsingar | Myndir og möguleikar

Fyrir þá, sem þegar hafa pantað dvöl | Gott efni fyrir "gamla" Ástirninga