Covid-19
Varðandi kórónuveiruna

Mjög mikilvægt! Ef barn eða fjölskyldumeðlimur finnur fyrir einkennum vikurnar á undan dvöl þá vinsamlegast gangið úr skugga um það með sýnatöku hvort um Covid smit sé að ræða eða ekki. Ekki láta barnið koma ef vafi leikur á þessu eða án þess að ræða fyrst við okkur.
Ef eitthvað samneyti hefur verið haft við þá sem hafa komið erlendis frá vinsamlegast farið í sýnatöku til að vera viss. Hafið samband við okkur ef vafi leikur á einhverju sem Covid snertir.

Foreldrar, brýnið fyrir börnum ykkar að gæta vel að hreinlæti, eins og hefur verið talað um síðustu mánuði og kemur fram á covid.is.
Það er mjög mikið í húfi, því að ef flokkurinn verður felldur niður vegna Covid smits þá er hugsanlegt að öll börn yrðu send heim og í sóttkví með tilheyrandi röskun á fjölskylduhögum.

Mikilvægt er að börnin iðki handþvott og almennt hreinlæti og ef þau þurfa að hósta eða hnerra, að gera það í olnbogabótina eða einnota klúta, en ekki út í loftið.

Þótt börn virðist smitast síður en fullorðnir - sem betur fer - þá er samt hættan fyrir hendi og þau gætu líka borið smit til annarra, eins og kemur fram á vefsíðu Landlæknis.

Til að minnka hættu á smiti þá ætlum við að sleppa handaböndum og faðmlögum í sumar.

Ef svo óheppilega vill til að barnið þitt eða einhver annar við Ástjörn fengi COVID og þyrfti að fara í einangrun eða sóttkví þá er það á ábyrgð foreldra að sækja barnið og hafa það í einangrun eða sóttkví. Það að sækja barnið eru sömu viðbrögð og ef barnið þitt hefði veikst alvarlega eða orðið fyrir slysi.


| Aðalsíða | Hvað og hvar er Ástjörn? | Panta dvöl eða fá upplýsingar | Myndir og möguleikar

Fyrir þá, sem þegar hafa pantað dvöl | Gott efni fyrir "gamla" Ástirninga