Covid-19
Varðandi kórónuveiruna

júlí 2021:

Þótt stór hluti Íslendinga hafi nú verið bólusettur þá er enn hætta á smiti.

Mikilvægt! Ef barn eða fjölskyldumeðlimur finnur fyrir einkennum vikurnar á undan dvöl þá vinsamlegast gangið úr skugga um það með sýnatöku hvort um Covid smit sé að ræða eða ekki. Ekki láta barnið koma ef vafi leikur á þessu eða án þess að ræða fyrst við okkur.

Foreldrar, brýnið fyrir börnum ykkar og unglingum að gæta vel að hreinlæti, eins og hefur verið talað um síðustu mánuði og kemur fram á covid.is.
Mikilvægt er að þau iðki handþvott og almennt hreinlæti og ef þau þurfa að hósta eða hnerra, að gera það í olnbogabótina eða einnota klúta, en ekki út í loftið.

Til að minnka hættu á smiti þá ætlum við að sleppa handaböndum og faðmlögum í sumar.

Ef svo óheppilega vill til að barnið þitt eða einhver annar við Ástjörn fengi COVID og þyrfti að fara í einangrun eða sóttkví þá er það á ábyrgð foreldra að sækja barnið og hafa það í einangrun eða sóttkví. Það að sækja barnið eru sömu viðbrögð og ef barnið þitt hefði veikst alvarlega eða orðið fyrir slysi.


| Aðalsíða | Hvað og hvar er Ástjörn? | Panta dvöl eða fá upplýsingar | Myndir og möguleikar

Fyrir þá, sem þegar hafa pantað dvöl | Gott efni fyrir "gamla" Ástirninga