Myndin er tekin á afmælisdegi Boga, 3. febrúar 2005.

Bogi 80 ára og Margrét 75 ára

Bogi Pétursson, fyrrum forstöðumaður við Ástjörn til fjölda ára
og kona hans, Margrét Magnúsdóttir áttu stórafmæli á árinu 2005.

Bogi varð 80 ára 3. febrúar
og Margrét varð 75 ára 5. apríl

Af því tilefni buðu þau vinum, kunningjum og fjölskyldu
til kaffisamsætis í sal Glerárkirkju á Akureyri
laugardaginn 19. mars 2005.

Þrautseigja, fórnfýsi og hjálpsemi eru nokkrir dýrmætir eiginleikar Boga.
Margrét, kona hans, hefur verið honum stoð og stytta.
Bogi hefur ekki verið gjarn á að skipta um starfsvettvang
heldur haldið trúfastlega áfram því starfi sem hann byrjaði.

Þótt heilsunni hafi hrakað, mætir hann enn á barnafundi
á Sjónarhæð, Hafnarstræti 63 á Akureyri, til að segja
börnunum sögur. Og þótt hann eigi ekki lengur auðvelt með
að sækja Ástjörn heim er hjarta hans enn þar.
Við vitum að þau hjónin biðja trúfastlega fyrir Ástjörn.

Guð blessi Boga og launi honum allt það sem hann hefur
gert til góðs fyrir ótal mörg börn og unglinga á Íslandi.

Bogi er ekki sjálfur með tölvupóst en ef þú sendir póst til
Ástjarnar þá munum við koma póstinum til hans.

___

Í tilefni afmælisins fengu þau hjónin afhenta gjöf frá Ástjörn, sem var málverk
sem Jakob Jóhannsson var fenginn til að mála af þessu tilefni.

 


| Aðalsíða | Hvað og hvar er Ástjörn? | Panta dvöl eða fá upplýsingar | Hvað er hægt að gera við Ástjörn?

Fyrir þá, sem þegar hafa pantað dvöl | Gott efni fyrir "gamla" Ástirninga