Við tökum á móti þeim börnum, sem koma með flugi, á Akureyrarflugvelli og keyrum þau í rútunni til Ástjarnar (2 klst. akstur)
Ástjörn á frátekin sæti í flugvélinni. Takmarkaður sætafjöldi.
Bóka/greiða þarf með a.m.k. mánaðar fyrirvara, samkvæmt reglum hópadeildar
Icelandair. Ef önnur og betri tilboð bjóðast hjá flugfélaginu þá hvetjum við foreldra til að nýta sér þau með góðum fyrirvara.
Samkvæmt reglum flugfélagsins þarf fylgdarmann fyrir börn yngri en 12 ára.
Fylgdarmaður frá Ástjörn eða flugfélaginu fylgir börnunum í flugvélinni.
Við minnum á að það er mikilvægt að börnin hegði sér vel í flugvélinni.
Upplýsingar um greiðslu berast í tölvupósti frá okkur eftir að formið er útfyllt.
Mæting er 45 mín. fyrir brottför. Skilríki.
Leyfilegur innritaður farangur er 23kg og 6kg í handfarangur.
Varðandi breytingargjald, hafið samband við hópadeildina.
Hópadeild flugfélagsins (505 0406) er opin virka daga frá kl. 8 til 16.