KRISTILEGT MÓT
- sem er smátt í sniðum -
VIÐ ÁSTJÖRN Í KELDUHVERFI
fyrir einstaklinga og fjölskyldur
um verslunarmannahelgina
30. júlí – 2. ágúst 2021

Kristur gefur lífinu tilgang og hann gefur okkur frið og gleði í Guði!

Teikning: Angela

Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
Sálm.121:2

Markmið mótsins er að sameinast um fagnaðarerindi Jesú Krists
með kristnu fólki úr ýmsum áttum,
og eiga uppbyggilegar samverustundir í einstöku umhverfi Ástjarnar.
„Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar.“ Heb. 12:2

Mótið byrjar á föstudagssíðdegi og endar um hádegi á mánudag.
Skemmtilegir dagskrárliðir og fræðandi biblíustundir,
frjáls tími og eitthvað fyrir alla aldurshópa.
Ýmsir möguleikar varðandi gistingu.

English speakers are welcome to register for the conference,
just understand that parts of the conference will only be in Icelandic.
Call 462 3980 to register.

Sumarbúðirnar Ástjörn hafa verið starfræktar í 75 ár.
Skógur er í kringum svæðið og mjög fallegt umhverfi.
Tjörnin sjálf, Ástjörn, er mikið notuð til allskonar bátsferða, bæði fyrir yngri og eldri.
Margar tegundir af bátum tiltækar.
Fótboltavöllur, hornsílaveiðar, leikir, náttúruskoðun, körfuboltavöllur, föndurherbergi, fróðleikur, keppnir, verðlaun og fleira.

Náttúruperlur í næsta nágrenni:
Ásbyrgi, Hljóðaklettar, Dettifoss, Hafragilsfoss Jökulsárgljúfur, Mývatnssveit.

SKRÁNING hér.

Nánari upplýsingar í síma 462 3980.
eða skrifið okkur tölvupóst á astjorn@gmail.com.

Jim Crooks frá Skotlandi er aðal fyrirlesarinn.
Hann er reynslumikill biblíufræðari og forstöðumaður.
Hann var einnig kennari og skólastjóri í mörg ár,
glaðlyndur maður sem spilar og syngur á gítar!
Það efni sem ekki er flutt á íslensku verður túlkað.

Verð

Verði er stillt mjög í hóf, aðeins 12.000 kr. á mann.
Innifalið er matur og gisting alla helgina,
hvort sem gist er í húsunum eða í tjaldi eða tjaldvagni.
Ókeypis fyrir börn sem eru yngri en 7 ára (í fylgd með forráðamanni).
Hálfvirði fyrir 7-17 ára.
Ef fjölskylda skráir sig verður kostnaðurinn ekki meiri en 36.000 kr.
Ef einhver vill koma í heimsókn hluta úr degi þá þarf samt að skrá sig.
Nánari upplýsingar í síma.

Gisting við Ástjörn

Gistiaðstaðan á Sumarbúðunum Ástjörn ber þess eðlilega merki hvernig starfsemi fer þar fram (þ.e. barna- og unglingastarf).
Í elsta húsinu, Gamla húsi, eru tveir stórir svefnsalir og eru nokkrar snyrtingar og ein sturta í húsinu.
Í næstelsta húsinu, Maríubúð, eru átta lítil herbergi, með tveimur kojum hvert.
Snyrtingar eru í húsinu en sturtuaðstaðan er í baðhúsi við hliðina.
Hægt er að tjalda eða koma með tjaldvagn eða hjólhýsi.
Nánari upplýsingar veittar í síma 4623980.

Hér er veggspjald til að auglýsa mótið, ef þú vilt prenta út og hengja upp í kirkjunni þinni eða söfnuðinum þínum.
Vinsamlegast, látið okkur vita (astjorn@gmail.com) hvar auglýsingar eru hengdar upp til þess að fylgjast með hvar búið er að auglýsa.


Fylgið okkur á Facebook, Youtube og Instagram! :-)


Heim | Hvar er Ástjörn? | Panta dvöl | Myndir
Fyrir þá, sem þegar hafa pantað dvöl | Gott efni fyrir "gamla" Ástirninga

Facebook | Youtube | Pinterest | Instagram